Siglufjarðarkirkja á morgun


Næstsíðasti tími barnastarfs Siglufjarðarkirkju á þessu ári verður á morgun kl. 11.15-12.45. Börn eru að þessu sinni beðin um að koma með vasaljós.

Kl. 17.00-18.00 verður svo aðventuhátíð. Um söng- og tónlistaratriði sjá Kirkjukór Siglufjarðar, nemendur úr Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, Ronja og ræningjarnir og Vorboðakórinn, ásamt stjórnendum, auk þess sem almennur söngur verður. Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur flytur aðventuhugleiðingu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]