Siglufjarðarkirkja á morgun


Barnastarf Siglufjarðarkirkju verður á sínum stað á morgun, hefst kl. 11.15 og stendur til kl. 12.45.

Athyglisverð tilraun verður svo gerð kl. 14.30, en þá býður söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, öllum sem áhuga hafa að koma og renna í gegnum 15 nýja sálma, sem yrðu svo sungnir sumir hverjir í messunni sem hefst kl. 17.00. Einraddaðir, vel að merkja. Þar prédikar eiginmaður hennar, Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi vígslubiskup í Skálholti, og þjónar fyrir altari með sóknarpresti. Sálmaæfingin verður brotin upp með kaffi og einhverju góðu með því.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]