Siglufjarðarkirkja á morgun


Klukkan 08.00 í fyrramálið, páskadag, verður hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju, með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukór Siglufjarðar syngur. Kórstjóri og undirleikari verður Rodrigo J. Thomas. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Að guðsþjónustunni lokinni býður Systrafélags Siglufjarðarkirkju til hátíðarmorgunverðar uppi í safnaðarheimili, eins og verið hefur undanfarna áratugi.

Klukkan 10.30 verður svo helgistund á sjúkrahúsinu.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is