Siglufjarðarkirkja á morgun

Siglufjarðarkirkja.

Barnastarfið verður á sínum stað í Siglufjarðarkirkju á morgun, hefst kl. 11.15 og stendur til 12.45.

Annað kvöld kl. 20.00 verður svo í safnaðarheimilinu dagskrá í tali og tónum við kertaljós og með léttum veitingum. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð, les valdar kveikjur úr samnefndri bók sinni, og Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, syngur lög sem tengjast efnistökum hverju sinni. Aðgangur er ókeypis.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]