Siglu­fjarðars­yrpa Ragn­ars öll gef­in út í Bretlandi


„Breska bóka­for­lagið Or­enda Books hef­ur fest kaup á þrem­ur spennu­sög­um Ragn­ars Jónas­son­ar, Myrk­nætti, Rofi og And­köf­um, en þar með hef­ur for­lagið eign­ast út­gáfu­rétt í Bretlandi á öll­um fimm bók­um í Siglu­fjarðars­yrpu Ragn­ars. Gengið var frá kaup­un­um á bóka­mess­unni í Frankfurt í dag en sýn­ing­in hófst í gær.

Fyrsta bók­in í syrp­unni, Snjó­blinda, kom út á ensku í vor og náði efsta sæti á met­sölu­lista Amazon yfir raf­bæk­ur, bæði í Bretlandi og Ástr­al­íu. Önnur bók­in, Nátt­blinda, er vænt­an­leg á ensku fyr­ir jól­in.

Útgáfu­rétt­ur að Snjó­blindu var fyrr á ár­inu seld­ur til banda­ríska risa­for­lags­ins St. Mart­in’s Press og þá kom Snjó­blinda jafn­framt út á dög­un­um í Póllandi.

Ný spennu­bók eft­ir Ragn­ar, Dimma, kem­ur út hjá Ver­öld í októ­ber, en þar er hann á nýj­um slóðum og hef­ur sagt skilið við Siglu­fjörð í bili, seg­ir í til­kynn­ingu frá Ver­öld sem gef­ur út bæk­ur Ragn­ars á Íslandi.“

Mbl.is greinir frá.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]