Siglómótið í blaki verður núna um helgina


Siglómótið í blaki verður haldið nú um
helgina. Það hefst kl. 18:00 á föstudag og á laugardeginum er áætlað að
byrja kl. 08:00 og spila til 17:30 eða þar um bil. Um kl. 18:00 er
verðlaunaafhending í Bátahúsinu og um kvöldið svo hóf í Allanum og
dansleikur á eftir.

Til leiks eru skráð 32 lið sem er metþátttaka.

Öll lið munu spila 5 leiki. Í karladeildinni eru 12 lið í einni deild, í
kvennadeildinni eru 20 lið í 3 deildum, 8 lið í 1. deild og 6 lið í 2.
og 3. deild.

Mótið í ár er líka sérstakt fyrir þær sakir að blakklúbburinn Hyrnan á Siglufirði á 40 ára starfsafmæli.

Til leiks eru skráð 32 lið sem er metþátttaka.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is