Siglo Sea Safari


Nýtt siglfirskt fyrirtæki varð til á dögunum eftir nokkurra mánaða undirbúningstíma. Eigandi er Saga útgerð ehf., í eigu Gústafs Daníelssonar. Sjá hér. Boðið verður upp á daglegar hvalaskoðunarferðir og aðrar tengdar frá 1. júní næstkomandi. Er það mikið fagnaðarefni og enn ein rósin í hnappagat Siglufjarðar. Verður spennandi að sjá hvað þar úti leynist í hafdjúpunum, ekki síst vestur úr. Nánar verður sagt frá þessu á laugardaginn kemur, 17. janúar, og rætt við kappann.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu Siglo Sea Safari.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is