Siglingamaður kom til Siglufjarðar


Sóló-siglarinn Patrick Laine er á leið sinni umhverfis Ísland. Á leið sinni frá Vestfjörðum og austur fyrir land kom hann m.a. við í Grímsey og á Siglufirði. Þessi einstaklega geðþekki franski sjóari og flugmaður hrósar íslenskum sjómönnum fyrir hugulsemi og þekkingu á óskrifuðum lögum sem gilda meðal sjómanna, þó heldur hafi nú fjörðurinn fagri tekið kuldalega á móti honum þessa vordaga.“ Þetta kom fram á Facebook-síðu Þórðar Axels Ragnarssonar.

Myndband af siglingunni norður fyrir land er hér. Kaflinn um Siglufjörð er frá 5:54 mín. til 10:27 mín.

Mynd: Skjáskot úr téðu myndbandi.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]