Siglfirskur sjómaður boðinn upp?


Á málverkauppboði Gallerís Foldar í Reykjavík í gærkvöldi var boðið upp olíumálverk eftir Gunnlaug Blöndal, málað 1930-1938. Þetta var málverk af sjómanni, 105 sentimetrar á hæð og 80 sentimetrar á breidd. Málverkið var selt á 900 þúsund krónum, en með uppboðsgjaldi og höfundarréttargjaldi þurfti kaupandinn að greiða um 1,1 milljón króna.

Sjómaðurinn á málverkinu er mjög líkur sjómanninum sem stendur í stafni bátsins á altaristöflu Gunnlaugs í Siglufjarðarkirkju, sem afhjúpuð var haustið 1937, svo líkur að hér hlýtur að vera um að ræða einhvers konar prufumynd gerða um svipað leyti og altaristaflan. Í blaðaviðtali á sínum tíma sagði Gunnlaugur að hann hefði haft íslenska sjómenn sem fyrirmyndir sjómannannma sjö á altaristöflunni, sem sýnir Krist ganga á vatni í landinu helga. Gamlir Siglfirðingar töldu sig þekkja siglfirska sjómenn í hópi postulanna. Er þetta einn þeirra?

Hvað sem öðru líður á slíkt málverk hvergi betur heima en í Siglufjarðarkirkju.

Sjá líka hér.

Hér má sjá umrætt málverk.


Og hér er altaristaflan til samanburðar.

Mynd af sjómanni: Myndlist.is
Mynd af altaristöflu Siglufjarðarkirkju: Sigurður Ægisson
| sae@sae.is

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is