Siglfirskur Selfyssingur


Hjónin Stefán Jónsson og Bára Leifsdóttir voru í fyrradag heiðruð sem íbúar Árborgar nr. 8.999 og 9.000. Frá þessu var sagt í Vísi. Stefán og Bára bjuggu áður meðal annars í Kópavogi, Árnessýslu og Reykjavík en eru nýlega flutt til Selfoss.

Stefán er fæddur á Siglufirði árið 1943 og bjó þar sennilega fram undir tvítugt. Hann er pípulagningameistari. Foreldrar hans voru Jón Júlíusson verkamaður og Guðrún Jónasdóttir húsmóðir. Heimili þeirra var að Hólavegi 12.

Mynd: Vísir.is (Magnús Hlynur Hreiðarsson).
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is