Siglfirskur rektor


Mar­grét Jóns­dótt­ir Njarðvík hef­ur verið ráðin rektor Há­skól­ans á Bif­röst frá og með 1. júní 2020, en hún var val­in úr hópi sjö um­sækj­enda. Þetta má lesa á Mbl.is. Og áfram segir þar:

„Mar­grét er með doktors­próf í spænsku máli og bók­mennt­um frá Princet­on Uni­versity og MBA frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún hef­ur víðtæka reynslu af alþjóðastarfi á mennta­sviði, sem og úr ís­lensk­um há­skól­um en hún var lektor í spænsku við Há­skóla Íslands og síðan dós­ent við viðskipta­deild Há­skól­ans í Reykja­vík á ár­un­um 1995-2007. Árið 2007 tók hún við starfi for­stöðumanns alþjóðasviðs Há­skól­ans í Reykja­vík þar sem hún mótaði og leiddi m.a. alþjóðastarf og er­lent markaðsstarf skól­ans, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Mar­grét stofnaði árið 2011 fyr­ir­tækið Mundo sem hún hef­ur síðan stýrt en fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig m.a. í þjálf­un­ar­ferðum ís­lenskra kenn­ara er­lend­is, skipti­námi og sum­ar­búðum ung­menna er­lend­is og ann­ast ráðgjöf í alþjóðamál­um. Má þar m.a. nefna út­tekt á þró­un­ar­sjóði EFTA á Spáni.

Mar­grét hef­ur setið í stjórn­um fyr­ir­tækja, m.a. sem stjórn­ar­formaður Hót­els Siglu­ness á Sigluf­irði og í For­laginu JPV. Hún sit­ur í stjórn Fé­lags kvenna í at­vinnu­rekstri, gegn­ir for­mennsku í spænsk-ís­lenska viðskiptaráðinu auk þess sem hún var stjórn­ar­maður í Ful­bright á Íslandi um fimm ára skeið og hef­ur frá ár­inu 2001 verið vararæðismaður Spán­ar hér á landi. Kon­ung­ur Spán­ar veitti Mar­gréti heiðursorðuna Isa­bela la Católica fyr­ir þau störf.“

Mar­grét er gift Hálf­dáni Sveins­syni og á hún þrjá syni og tvö stjúp­börn. Margrét og Hálfdán búa að Lækjargötu 8 á Siglufirði.

Siglfirðingur.is óskar Margréti innilega til hamingju.

Mynd: Aðsend.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]