Siglfirskur rakari í Sevilla


Íslenska óperan hefur tilkynnt að Rakarinn í Sevilla, hin þekkta gamanópera Rossinis, verði næsta verkefnið. Frumsýning verður í október.

Í frétt frá Íslensku óperunni segir: „Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor.“

Siglfirðingar fagna þessu vegna þess að faðir söngvarans er Jón Gunnar Pálsson, fæddur 1949 og alinn upp við Þormóðsgötuna, sonur Páls Pálssonar skipstjóra úr Héðinsfirði og Herdísar Guðmundsdóttur skáldkonu.

Oddur Arnþór er fæddur árið 1983. Móðir hans er Sigþóra Guðrún Oddsdóttir. Afi hans í föðurætt, Oddur Jónsson bóndi á Sandi í Kjós, varð 100 ára í vor.

Mynd: Ernir Eyjólfsson | ernir@365.is. Birt með góðfúslegu leyfi.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is