Siglfirskur lífskúnstner í Kína


Veitingamaðurinn okkar góðkunni og lífskúnstnerinn, Valgeir Sigurðsson, hefur verið í Kína undanfarnar vikur og
mánuði og er þar í góðu yfirlæti.

Siglfirðingur.is fékk ánægjulega sendingu frá
honum á dögunum, texta og fjölda mynda, og birtir hvort tveggja hér nú.
Þar segir Valgeir m.a. frá áramótum, sem voru á miðnætti 2.-3. febrúar í því
stóra landi.

Og Labradorhundur smakkaðist vel.  

Bréfið er annars á þessa leið:

Á miðvikudag, 2. febrúar, var síðasti
dagur ársins í Kína, þ.e. sá dagur sem við köllum gamlársdag.

Áramótin
eru tími mikilla hátíðahalda og gleði hjá íbúum Kína. Allir fá t.a.m. ný
föt á þessum degi og allir fara í gott bað og þvo sér vel og vandlega
til að fara örugglega hreinir inn í nýja árið.

Á hádegi á ?gamlársdag?
safnast fjölskyldan saman og borðar ríkulegan og vel úti látinn
málsverð. Á borðum er ýmiskonar fiskmeti því fiskur er sagður skapa
jafnvægi en talið er mikilvægt að vera í góðu jafnvægi í upphafi árs.
Mikil spenna ríkir hjá börnum því eftir matinn mega þau fara út og
sprengja það sem við köllum ?kínverja?, það finnst þeim mjög gaman. Um
kvöldið er sest niður fyrir framan sjónvarpið og fjölskyldan horfir
saman á skemmtiþætti. Á miðnætti fara allir út og skjóta upp flugeldum
og er þeim ætlað að hræða burtu drauga.

 

Nýársdagur er 3. febrúar og þá er
mikilvægt að henda ekki út neinu rusli því þá er hætt við að lukka
síðasta árs fari með, en það vilja menn forðast í lengstu lög. Einnig er
mikilvægt á þessum degi að óska látnum fjölskyldumeðlimum góðs gengis
og færa þeim ?devils money? eða peninga djöfulsins. Þessir peningar eru
sérstaklega prentaðir til þessara nota og er þeir brenndir við gröf
viðkomandi í til þess gerðum ofnum sem standa við leiði hvers og eins.
Með þessu er umræddum fjölskyldumeðlimum tryggt gott gengi. Eftir það
óska fjölskyldumeðlimir hver öðrum góðs nýárs og börn fá nýársgjöf sem
er rautt umslag með peningaupphæð í.

 

Tré áramótanna í Kína er appelsínutré og eru trjágreinar með rauðum lukkumiðum settar við inngang hvers heimilis.

 

Með nýárskveðju frá Kína,

 

Valgeir Tómas Sigurðsson

Söngkonan QQ bauð gestum að taka með sér lagið.

Máltíð um miðja nótt kostaði sem svarar 200 íslenskum krónum.

Sannkallaður Pikkolo á hóteli.

Starfsmenn á plani.

Tilbúnar á grillið.

Kínversk bónusverslun.

Íbúðahverfi í miðborg Santou.

Þessar föngulegu kaupkonur selja gufubakaðar bollur með fyllingu sem er gjarnan

hakkað kjöt og grænmeti ásamt fiski, mikið haft á morgunverðarborðinu.

79 af Stöðinni laus.

Ódýr ferðamáti; sumir eru með hjálparmótor.

Kvótalausar trillur í fjörunni.

Fljótandi restaurant; fiskurinn og skeldýrin eru syndandi í gildrum til hægri. 

Búið að veiða og byrjað að matreiða.

Karl að snæðingi.

Einn réttanna sem hann pantaði.

Og annar.

Og annar Restaurant, þar sem maður velur sér hráefnið áður en sest er til borðs.

Sama.

Sama.

Sama.

Þær eru sko sexy löggurnar í Kína.

Kanton turninn í  Guangzhou er hæsta mannvirki heims í dag, opnaði á síðasta ári.

Útiveitingahús á toppnum ásamt öðrum veitingastöðum og verslunum á hinum

ýmsu hæðum, t.d. glæsilegur kínverskur veitingasalur á 79. hæð. 

Taxaflotinn við flugvöllinn. Topp skipulag á öllu hér.


Fallegur útsýnisturn.


Sendibílastöð í Kína.


Gröf ásamt brennsluofni til þess að brenna peninga hinum látnu til verndar.


Þessa sérprentuðu seðla kaupir fólk til þess arna.


Reykelsisofn.


Búddahof, ríkulega skreytt.


Hrátt síldarflak mótað með loðnuhrognum, mjög sérstakt og gott.


Kaupmenn bjóða gjarnan upp á te meðan verslað er.


Þessi veitingastaður var með hundakjöt í úrvali.


Kjötið var skorið í munnbita, sett í stálskálina ásamt grænmeti.

Svo var kjötsoði hellt yfir og látið
sjóða smá stund, þá var súpan klár.

Það var líka hægt að fá Stroganoff.
Það verður að segjast eins og er,

að þetta smakkaðist mjög vel. Ekki
ósvipað lambi, með smá villibráðarkeimi.


Kínverjar eru miklir fagurkerar; þetta er skreyting í anddyri hótels.


Áramótaskraut utan við hótelið.


Þessi átti í vandræðum með framúraksturinn.


Áramótaskraut.


Sama.


Þessi föngulega mær færði mér þetta tákn og sagði mér að hafa það

við innganginn hjá mér. Það myndi færa mér gæfu (ekki veitir af). 


Þessi kona var að selja kirsuber, mjög flink með reisluna.


Beðið eftir krásunum.


Matseðillinn var hreint ótrúlegur á þessu veitingahúsi. Allt sjávarfang.


Sama.


Sama.


? og kokkurinn syngur við raust.


Brúðarvagninn ríkulega skreyttur.


Stúlka og kínverskt  jólatré.

Inngangstexti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Myndir og annar texti: Valgeir Tómas Sigurðsson

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is