Siglfirskur knattspyrnukappi


Á baksíðu Morgunblaðsins í fyrradag var getið um farsælan feril knattspyrnumannsins Þrastar Stefánssonar fv. bankastarfsmanns á Akranesi, en hann æfir enn knattspyrnu, kominn fram yfir sjötugt. Þröstur er fæddur á Siglufirði haustið 1944, sonur Stefáns Friðleifssonar og Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Systkini Þrastar eru Friðleifur Stefánsson tannlæknir (faðir Sivjar ráðherra), Hjálmar Stefánsson bankaútibússtjóri, sem lést á síðasta ári (maður listakonunnar Höllu Haraldsdóttur) og Sigríður Stefánsdóttir kennari. Dætur Þrastar og Guðmundu Ólafsdóttur eru Alda Þrastardóttir verkefnastjóri og Sigurbjörg Þrastardóttir skáldkona.

throstur_stefansson

Mynd: Skjáskot af baksíðu Morgunblaðsins 7. janúar 2016.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is