Siglfirsku álftirnar ekki farnar enn


Siglfirsku álftirnar, sem verpt hafa í Langeyrarhólmanum undanfarin ár,
eru hér enn með unga sína frá sumrinu. Að sögn Steingríms Kristinssonar,
sem mest og best allra hefur fylgst með parinu frá upphafi, náði hann síðustu myndum
ársins 2009 af því og afkvæmum þess 15. október og í fyrra
19. október. Eftir það hurfu fuglarnir.

Árið 2003 var síðasta myndin tekin 12. október, árið 2004 11. október, árið 2005 11. október, árið 2006 24. september, árið 2007 13. október og árið 2008 10. október.

Nú er kominn 3. nóvember.

Meðfylgjandi ljósmyndir af álftunum tók Sveinn Þorsteinsson í gær.

Annað foreldranna og tveir unganna frá sumrinu.

Hér er svo fjölskyldan öll saman komin.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is