Siglfirskir töfrafingur yfir pottum á VOX Restaurant á Hilton Nordica


Nokkrar breytingar urðu nú um áramótin
á veitingastaðnum Vox á Hilton Nordica hótelinu, en þeir félagar
Jóhannes Steinn Jóhannesson og Ólafur Ágústson sem hafa verið
Sous-Chef´s á Vox eru hættir og starfa nú hjá Sjávarkjallaranum. Þeir
sem hafa tekið við eru Fannar Vernharðsson, Siglfirðingur með meiru,
og Sigurður K. Haraldsson en hann hreppti þriðja sætið í
Matreiðslumaður ársins 2010. Fannar og Sigurður hafa unnið á Vox í eitt
og hálft ár og taka nú Sous-Chef stöðurnar föstum tökum enda miklir
meistarar þessir drengir, ungir, ferskir og fullir af hugmyndum.

Yfirkokkur á Vox og öllu Hilton
Nordica hótelinu er Stefán Viðarsson matreiðslumaður sem nú baðar sig í
sólinni í brúðkaupsferð á Hawai.

 
Sigurður K. Haraldsson (t.v.) og Fannar Vernharðsson (t.h., sonur Huldu Kobbelt og Vernharðs Hafliðasonar).

VOX Restaurant er til húsa að Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

[Birtist upphaflega á http://www.freisting.is/v.asp?page=591&Article_ID=4989 í dag, 5. janúar. Endurbirt hér með leyfi.]

Mynd og texti: Smári Valtýr Sæbjörnsson

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is