Siglfirskir hatarar


Allir þrír tónlistarmennirnir í hljómsveitinni Hatari, sem sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins, hafa Siglufjarðartengingu.

Klemens Hannigan er sonur Nikulásar Klemenssonar Hannigan, sem er skrifstofustjóri á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Ránar Tryggvadóttur lögfræðings en hún er dóttir Tryggva Sigurbjarnarsonar, sem var rafveitustjóri á Siglufirði frá 1961 til 1966, og Siglinde Klein.

Matthías Tryggvi Haraldsson er sonur listakonunnar Gunnhildar Hauksdóttur og Haraldar Flosa Tryggvasonar lögfræðings, bróður Ránar.

Og Einar Hrafn Stefánsson er sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra í London og Halldóru M. Hermannsdóttur, dóttur Hermanns Friðrikssonar múrara á Siglufirði og Agnesar Einarsdóttur.

Siglfirðingar, heima og að heiman, ættu því að geta verið stoltir af þessum fulltrúum í Evrópusöngvakeppninni í Ísrael í maí.

Mynd: Ruv.is.
Texti: Jónas Ragnarsson │ [email protected] og Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]