Siglfirskar frænkur með gull og brons á Hilmarsmótinu í svigi


Börn frá S.S.S. (Skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborg), 8 ára og yngri, gerðu góðan dag á Hilmarsmótinu í svigi, sem haldið var á Akureyri í fyrradag, þriðjudaginn 8. mars.

Elísabet Alla Rúnarsdóttir sigraði í flokki stúlkna, 7 ára og yngri, og frænka hennar, Oddný Halla Haraldsdóttir, en þær eru bræðradætur, varð 3. í flokki 8 ára stúlkna. Í þeim flokki varð Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir úr Ólafsfirði aukinheldur í 2. sæti og Dagný Lára Heiðarsdóttir, einnig úr Ólafsfirði, í því 4. 

Aðrir tveir Siglfirðingar tóku þátt, Jóhanna R. Sigurbjörnsdóttir í flokki 8 ára stúlkna og Gísli Marteinn Baldvinsson í flokki 8 ára drengja, og einn Ólafsfirðingur, Birgir Ingvason.

Mótið er haldið til minningar um Hilmar Tómasson sem var góður félagi Skíðafélags Akureyrar og starfaði í barna- og unglinganefnd félagsins.

Elísabet Alla Rúnarsdóttir.

Oddný Halla
Haraldsdóttir.

Jóhanna R. Sigurbjörnsdóttir.

Gísli Marteinn Baldvinsson.

Hér má sjá úrslitin.

Forsíðumynd: Fengin af Netinu.

Myndir af börnum: Ísak Oddgeirsson. Birtar með góðfúslegu leyfi. Sjá fleiri hér.

Mynd af úrslitum: Skíðafélag Akureyrar (skidi.is).

Texti:

Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is