Siglfirskar bækur kynntar


Í dag kl. 18.00 verður Saga úr síldarfirði kynnt á sjónvarpsstöðinni N4 með viðtali við Rósu Húnadóttur og Örlyg Kristfinnsson, en eins og lesa mátti hér á dögunum, nánar tiltekið 26. október, fékk bókin fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins.

Í síðustu viku var á sömu stöð viðtal við Ragnar Jónasson um nýja bók hans, Myrknætti, og tengsl hans við Siglufjörð.

Vænta má svo að nýrri ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar verði gerð álíka skil á N4 sem og með kynningu í öðrum fjölmiðlum, en hún er væntanleg á markað 21. þessa mánaðar.

Mynd: Aðsend.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is