Siglfirsk jólasmásaga


Útgefandi Ragnars Jónassonar í Bretlandi, Orenda Books, gaf á Þorláksmessu út á rafrænu formi siglfirska jólasmásögu eftir Ragnar, til að hita upp fyrir Snjóblindu sem væntanleg er á ensku í júní. Smásagan heitir A Moment by the Sea og gerist á Siglufirði á aðfangadagskvöldi jóla upp úr miðri síðustu öld, auk þess sem enn eldri saga fléttast inn í frásögnina. Sagan hefur ekki birst áður á ensku en kom út í þýsku tímariti árið 2011.

Söguna má lesa hér.

Mynd: Skjáskot af titilsíðu viðkomandi smásögu.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is