Siglfirsk blöð á Landsbókasafni


Í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Íslands í fyrradag, 28. ágúst, er ástæða til að vekja athygli á vefnum Tímarit.is sem safnið heldur úti. Þar má finna á annað þúsund blöð og tímarit, þar af 23 sem gefin voru út á Siglufirði allt frá 1916 til 2005. Þeirra á meðal eru flokksmálgögnin Einherji, Mjölnir, Neisti og Siglfirðingur.

Mynd og texti: Jónas Ragnarsson │ jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is