Siglfirðingurinn treystir MAX-vélunum


Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var rætt við flugstjóra hjá Icelandair um flutning fimm Boeingvéla af MAX-gerð til Frakklands, tímabundið. Þessi flugstjóri heitir Þórarinn Hjálmarsson og er sonur Hjálmars Stefánssonar og Höllu Haraldsdóttir, sem eru innfæddir Siglfirðingar. Á yngri árum var Hjálmar framarlega í skíðaíþróttinni. Halla er listakona. Stórt verk eftir hana er á sjúkrahúsinu á Siglufirði.

Sjá nánar hér.

Mynd: Skjáskot úr téðri frétt.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]