Siglfirðingur vinnur milljónir


Heppinn viðskiptavinur Siglósports á
Siglufirði er tæplega 16 milljónum króna ríkari í kvöld en
bónusvinningur í Víkingalottóinu sem dreginn var út í kvöld kom á miða
sem seldur var þar. Vinningsupphæðin er alls 15.860.410 krónur en
vinningshafinn situr einn að bónuspottinum. Þá voru fjórir sem deildu
með sér fyrsta vinningi, einn Dani, einn Finni og tveir Norðmenn. Hver
þeirra fær rúmlega 138 milljónir króna í sinn hlut.

Sjá upprunalegu fréttina hér.

[Fréttin birtist upphaflega á Mbl.is í dag, 2. febrúar 2011, kl. 20.02. Endurbirt hér með leyfi.]


Mynd og texti: Mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is