Siglfirðingur valinn hnefaleikamaður ársins 2010 á Íslandi


Það verður að segjast eins og er, að margir eru þræðirnir sem hingað norður liggja. Siglfirðingur.is hefur fengið ábendingu um það, að á lokahófi ÍSÍ á Grandhóteli 5. janúar – þar sem Alexander Petersson var kjörinn íþróttamaður síðasta árs –
hafi Adam Freyr Daðason (sonur Daða Hafþórssonar og Hönnu Maríu
Bjarnadóttur) einnig fengið viðurkenningu, hafi verið valinn
hnefaleikamaður ársins 2010 á Íslandi.

Adam Freyr er aðeins 17 ára
gamall og er þetta því mikið afrek hjá piltinum.

Siglfirðingur.is óskar honum innilega til hamingju.

 

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is