Siglfirðingur myndskreytir nýja bók um Jón Sigurðsson


Í dag kom út bókin Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson en hún fjallar um ævi og störf Jóns Sigurðssonar og er ætluð börnum.

Í tilkynningu frá útgefanda bókarinnar, sem er Forlagið, segir að þetta sé 
litrík saga ósköp venjulegs sveitastráks sem verður stjórnmálamaður í Kaupmannahöfn og lykilmaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Um leið fjalli bókin um kosningarétt, lýðræði og byltingar í Evrópu á 19. öld. 
 

Höfundur textans, Brynhildur Þórarinsdóttir, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir bækur sínar, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir endursögn sína á Íslendingasögunum Njálu, Eglu og Laxdælu.

Bókin er fagurlega myndskreytt með vatnslitamyndum eftir Sigurjón Jóhannsson auk fjölda annarra teikninga og ljósmynda. Sigurjón er fæddur á Siglufirði 1939, útskrifaðist frá MR 1959 og lagði
stund á myndlist og arkitektúr á Ítalíu. Eftir það stundaði hann nám við Handíða- og
myndlistaskólann og Myndlistaskólann við Freyjugötu til 1963. Þá fór hann í
námsferð til London og dvaldi þar fram á 1964. Sjá nánar hér.

Hér má sjá bókarkápuna.

Mynd: Fengin af heimasíðu Háskólans á Akureyri.


Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is