Siglfirðingur.is óskar lesendum sínum gleðilegra jóla


Kæru lesendur.

Siglfirðingur.is verður ekki með reglubundinn fréttaflutning yfir
jólahátíðina, en vinstra megin á forsíðu er búið að koma fyrir hnappi
sem nefnist Jólaminningar og þar rifja níu einstaklingar upp bernskujólin á Siglufirði. Þetta eru í stafrófsröð: Anna Laufey Þórhallsdóttir, Arnfríður Guðmundsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Rakel Björnsdóttir, Steingrímur Kristinsson, Valgeir Sigurðsson, Þorvaldur Halldórsson og Þórsteinn Ragnarsson.

Að auki er nýtt efni að finna undir Greinar (Jónas Ragnarsson: Siglfirsk jól) og Fróðleikur (Vitringarnir frá Austurlöndum og Sankti Nikulás).

Svo má benda á þrjár áhugaverðar vefslóðir. Sú fyrsta hefur að geyma kveðju Metrostavmanna, sem unnu við Héðinsfjarðargöng, til nokkurra einstaklinga í Fjallabyggð og víðar, í þeirri næstu er jólaboðskapurinn settur í nútímabúning, og sú þriðja verður bara að fá að koma á óvart.

Með ósk um gleðileg jól.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is