Siglfirðingar vinna til verðlauna


Íslenska sjávarútvegssýningin stendur nú yfir í Fífunni og Smáranum í Kópavogi. Hún hófst í gær og opið verður einnig í dag og á morgun. Hún hefur verið haldin á þriggja ára fresti frá árinu 1984, var lengst af í Laugardalshöll en árið 1999 var hún flutt á nýtt og stærra sýningarsvæði í Kópavogi og hefur verið haldin þar síðan.

Í gærkvöldi unnu Siglfirðingar til verðlauna þegar Skeljungsstandurinn hlaut verðlaun sem besti standur sýningarinnar árið 2011. Gunnar & Trausti Merkismenn unnu standinn, Jón Þórisson hannaði og Þorsteinn Pétursson, sölustjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs, veitti verðlaununum viðtöku.

Merkismenn og Jón Mínus hafa séð um básinn fyrir Skeljung á Sjávarútvegssýningunni síðan 1990. Árið 2002 vann básinn líka verðlaun sem Besti standurinn og þetta samstarf skilaði líka tilnefningum bæði árin 2005 og 2008.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is