Siglfirðingar óttast áhrif breytinga Seðlabanka Íslands


Bæjarráð Fjallabyggðar hefur í fundargerð lýst yfir áhyggjum af því að störf hér í bæ kunni að vera í hættu vegna breytinga Seðlabanka Íslands á reglum um gjaldeyrismál. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, segir málið snúast um ellefu stöðugildi vegna skráningar fyrir tryggingafélög og lífeyrissjóði. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að rita þingmönnum kjördæmisins bréf vegna þessa. Þetta segir á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Kemur ennfremur fram á bls. 2, að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vísi þeim ummælum Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingar, á bug að bann Seðlabankans við söfnun erlends sparnaðar sé til marks um að stjórnvöld séu á haftaleið.

Mynd: Úr safni.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is