Siglfirðingar með Edduna


Eddan, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent um síðustu helgi. Tveir Siglfirðingar voru í hópi þeirra 24 sem fengu verðlaun í ár. Gunnar Pálsson fékk verðlaun fyrir leikmynd ársins (Vonarstræti), en hann bar einmitt sigur úr býtum í fyrra líka (Fólkið í blokkinni), og Kristín Júlla Kristjánsdóttir, förðunar- og leikgervahönnuður, hlaut Edduna fyrir gervi (Vonarstræti). Þau eru að auki frændsystkin.

Gunnar Pálsson er fæddur árið 1968 á Siglufirði. Foreldrar hans eru Kristrún Þóra Gunnlaugsdóttir og Páll Birgisson (Runólfssonar).
Kristín Júlla Kristjánsdóttir er einnig fædd árið 1968. Foreldrar hennar eru Hafrún Ólöf Víglundsdóttir og Kristján Ingi Helgason (Sveinssonar leikfimikennara). Fósturfaðir Kristínar var Júlíus Baldvinsson.
Eiginmaður Kristínar er Guðmundur Þór Skarphéðinsson, sonur Margrétar S. Hallgrímsdóttur og Skarphéðins Guðmundssonar kennara.

Afi Gunnars var Birgir Runólfsson og amma Kristínar var Ásgerður Runólfsdóttir. Þau voru systkin.

Gunnar Pálsson.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir.

Sjá nánar hér.

Myndir: Af Facebooksíðu Edduverðlaunanna.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]