Siglfirðingar með Edduna


Eddan, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í gærkvöldi. Tveir Siglfirðingar voru í hópi þeirra sem fengu verðlaun í ár. Leikari í aukahlutverki var valinn Theodór Júlíusson (Hrútar) og Kristín Júlla Kristjánsdóttir, förðunar- og leikgervahönnuður, hlaut Edduna fyrir gervi (Hrútar), eins og í fyrra (Vonarstræti).

Ekki þarf að kynna Theodór Júlíusson nánar, en fyrir þau sem ekki vita er Kristín Júlla Kristjánsdóttir fædd árið 1968. Foreldrar hennar eru Hafrún Ólöf Víglundsdóttir og Kristján Ingi Helgason (Sveinssonar leikfimikennara). Fósturfaðir Kristínar var Júlíus Baldvinsson.
 Eiginmaður Kristínar er Guðmundur Þór Skarphéðinsson, sonur Margrétar S. Hallgrímsdóttur og Skarphéðins Guðmundssonar kennara.

Siglfirðingur.is óskar verðlaunahöfunum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju.

Myndir: Fengnar af Netinu.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]