Siglfirðingar í hvalaskoðun og sjóstöng


Siglfirðingur.is fór í hvalaskoðun og sjóstöng í dag í blíðskaparveðri
með Níels Jónssyni EA 106, sem gerður er út frá Hauganesi. Þar er að
finna elsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins, stofnað 1993. Í ljós kom að
fleiri Siglfirðingar voru um borð, auk margra erlendra ferðamanna.

Sjá nánar hér.

Ekki þurfti að fara langt til að berja þrjá hnúfubaka augum.

Hauganes í baksýn.

Á leið í djúpkaf.
Þetta er alltaf jafn tilkomumikil sjón.

Hnúfubakarnir aftur.

Hér sést vel hversu ólíkar bakhyrnurnar gera verið frá einu dýri til annars.

Garðar Níelsson skipstjóri búinn að leysa vænan þorsk af öngli.

Vanur aðstoðarmaður í brúnni.

Tveir gulir á leið upp.

Og þarna fjórir blágrænir – tveir ufsar og tveir makrílar.

Þeir vöktu athygli.

Svo var reynt að gefa múkkanum fisklifur og annað góðgæti úr hendi.

Það tókst að vísu ekki, en lukkast oft ef aðeins hvassara er og siglt á móti.

Hinir Siglfirðingarnir.

Kristína R. Berman og Már Örlygsson og börn þeirra, Örvar, Úlfrún og Logi Garpur.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is