Siglfirðingar í Flatey


Þegar umsjónarmaður Siglfirðings.is var í Flatey á Breiðafirði 10. júlí síðastliðinn
rakst hann á tvo sambæjunga, að njóta lífsins í þessum einstæða heimi
sem þarna er að finna.

Þetta var annars vegar Þröstur Þórhallsson,
nýkrýndur Íslandsmeistari í skák, sem þarna var staddur með konu sinni
og börnum, en foreldrar hans eru Eygló Svana Stefánsdóttir og Þórhallur
Sveinsson (Jóhannessonar og Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, sem lengst af
bjuggu við Hvanneyrarbraut), og hins vegar Sigurmar Kristján Albertsson hæstaréttarlögmaður,
sonur Alberts Sigurðssonar og Guðborgar Franklínsdóttur, en hann var þá
nýkominn úr róðri og var að gera að aflanum í blíðviðrinu.

Og auðvitað fékkst leyfi til að mynda kappana.

Gaman að þessu.

Þröstur Þórhallsson.

Mikael Sigurðsson, 8 ára Siglfirðingur og glúrinn skákari, þrátt fyrir ungan aldur, fékk að standa hjá meistaranum.

Sigurmar Kristján Albertsson hæstaréttarlögmaður að flaka nýfenginn aflann af mikilli list,
eins og hann hefði aldrei gert neitt annað um ævina.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is