Siglfirðingar – Héraðsmenn


Síðari riðill Spurningakeppni átthagafélaganna fer fram næstkomandi fimmtudag, 26. febrúar, en þá keppir Siglfirðingafélagið við Átthagafélag Héraðsmanna. Samtals taka 19 átthagafélög þátt í Spurningakeppni átthagafélaganna í ár og sjónvarpsstöðin ÍNN sýnir frá keppninni. Keppnin hefst stundvíslega klukkan 20.00 í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Úrslitin verða síðan næstu tvö fimmtudagskvöld þar á eftir.

Þau sem mæta í Breiðfirðingabúð komast í verðlaunapott þar sem dregið verður um veglegan vinning á úrslitakvöldinu. Í hléi er Pub-quiz þar sem gestir geta unnið hamborgaraveislu eða ferð fyrir fjölskylduna út í Viðey. Dregið verður um stærri vinninga á úrslitakvöldinu. Með því að mæta öll kvöldin er hægt að auka líkurnar á að vinna einhvern af þessum frábæru vinningum.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is