Síðustu forvöð


Nú fer óðum að renna út tími þeirra sem eiga eftir að koma af sér treflabútum
til Fríðu Bjarkar Gylfadóttur en höfðu ætlað sér að vera með.
Hátíðahöld vegna opnunar ganganna fara að bresta á og allt þarf jú smá
undirbúning. Vinnustofa Fríðu verður opin sem fyrr á mánudaginn kemur
frá 15.00-18.00 og þá eru jafnframt síðustu forvöð til þess arna.

Koma svo.

Nú vantar að skila í hús til Fríðu öllum treflabútum, ætli fólk sér að vera með í ævintýrinu.

Forsíðumynd af treflum: Fengin á Netinu.

Mynd af Fríðu og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is