Síðasti heimaleikur tímabilsins


Nú er komið að síðasta heimaleik KF þetta sumarið. Og er um stórleik að ræða. Grannar okkar í Tindastól/Hvöt koma í heimsókn nú á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 14.00 á Ólafsfjarðarvelli. Að gefnu tilefni hvetjum við fólk til að mæta snemma. KF hefur verið að skora snemma í leikjum sínum, þau sem komu aðeins of seint um síðustu helgi misstu þar af leiðandi af tveimur mörkum.

KF hefur spilað sex leiki á heimavelli í síðari umferðinni og hafa úrslitin verið okkur mjög hagstæð. Við höfum unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli, ekki tapað neinum leik. Markatalan í þessum fimm leikjum er 23 skoruð mörk á móti 7 mörkum fengnum á okkur. Þannig að það er alveg ljóst að okkur gengur mjög vel að skora og safna stigum á heimavelli.

Sumsé: KF – Tindastóll/Hvöt, Ólafsfjarðarvöllur, sunnudagur 11. september klukkan 14.00.

Koma svo.

 

Mynd: Guðný Ágústsdóttir.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | [email protected].

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]