Síðasta sýningarvika

Örlygur Kristfinnsson - Siglufjörður - Lundabú

Mjög góð aðsókn hefur verið á sýningu Örlygs Kristfinnssonar í Söluturninum við Aðalgötu. Um 850 manns hafa skoðað Lundabúðina en það er heitið á þeim 70 verkum sem eru þar til sýnis. Öll eru þau unnin með vatnslitum á pappír og fjörusprek. Sýningunni lýkur um miðjan laugardag næstkomandi en þá samdægurs opnar Kristján Jóhannsson sýningu sína á sama stað.

Örlygur Kristfinnsson - Siglufjörður -Lundabúðin

Myndir og texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is