Sextíu kíló af sólskini


Hallgrímur Helgason heimsækir Siglufjörð á morgun, fimmtudaginn 25. október, og les fyrir gesti úr nýrri bók sinni á Segli 67. Sextíu kíló af sólskini fjallar um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu; þar segir af því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni.

Dreng­ur sem bjarg­ast fyr­ir krafta­verk hlýt­ur að eiga framtíð en það er eins og for­lög­in geti ekki gert upp við sig hver sú framtíð eigi að vera. Á hann að vera eft­ir­læti kaup­manns­ins á Fagur­eyri, þræll á fram­andi duggu eða niður­setn­ing­ur hjá kot­ung­um í Seg­ulf­irði [Siglufirði]? Í stöðnuðu sam­fé­lagi tor­fald­ar eru ekki fleiri mögu­leik­ar – en svo kem­ur síld­in! Öreig­ar lands­ins sjá pen­inga í fyrsta sinn og allt breyt­ir um svip.

Saga sem bæði grætir og gleður.

Bókin verður til sölu á staðnum og mun Hallgrímur bæði lesa valinn kafla og árita keyptar bækur.

Upplesturinn fer fram á Segli 67 kl. 20.00.

Allir velkomnir og engin aðgangseyrir.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is