Sextán þúsund innlendir ferðamenn


Níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu. Um 8% aðspurðra sögðust hafa ferðast til Siglufjarðar, en það samsvarar um sextán þúsund innlendum ferðamönnum. Hlutfallið í Skagafirði og Þingeyjarsýslum er helmingi hærra og á Akureyri fimmfalt, þannig að segja má að sóknarfæri séu fyrir Siglfirðinga.

Ekki liggja fyrir tölur um hve margir erlendir ferðamenn komu til Siglufjarðar á síðasta ári en þeir hljóta að hafa skipt þúsundum. Búast má við því að Héðinsfjarðargöngin eigi eftir að leiða til þess að ferðamönnum á Siglufirði fjölgi verulega á þessu ári.

Sjónvarpsstöðin N4 birti nýlega athyglisvert viðtal við Ásbjörn Björgvinsson um möguleika á ferðaþjónustu á Norðurlandi að vetri til.

Siglufjörður er ekki bara fallegur á sumrin. Ó, nei.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is