Sextán skemmtiferðaskip


„Sextán skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína til Siglufjarðar í sumar. Fyrsta skipið kemur þann 27. maí og það síðasta 24. september. Skipið Ocean Diamond kemur til dæmis átta ferðir til hafnarinnar yfir sumarið. Önnur skip sem koma eru MV Sea Explorer sem kemur þrjár ferðir, MS Fram–Hurtigruten sem er fyrsta skip sumarsins, Sea Spirit kemur í júní og september, Hanseatic kemur í júlí og National Geographic Explorer einnig í júlí. Mikil fjölgun skipa hefur verið á milli ára og þessi ferðaþjónusta er í mikilli sókn á Siglufirði. Algengast er að skipin stoppi hálfan dag í höfn og er vinsælt hjá gestum að koma við á Síldarminjasafninu.“

Héðinsfjörður.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]