Selirnir vekja athygli


Landselirnir þrír sem verið hafa í og við Hólsá í Siglufirði undanfarið hafa vakið athygli þeirra sem átt hafa leið þar framhjá, enda hefur þessi sjón ekki verið daglegur viðburður hér til þessa. Um árabil áttu landselir þó til að hvíla sig fram undan rústum Evanger og voru þá afar spakir, að sögn Örlygs Kristfinnssonar. Einhverra hluta vegna hurfu þeir svo alfarið á brott.

Meðfylgjandi ljósmynd sýnir einn landselanna sitja fyrir hjá 11 ára gömlum áhugasömum siglfirskum pilti í gær.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]