Sáttaboð vegna vistunar í Breiðuvík


Sýslumaðurinn á Siglufirði póstlagði í gær rúmlega 70 sáttaboð um bætur vegna vistunar á Breiðavíkurheimilinu. Viðtakendur mega eiga von á bréfunum í dag eða á morgun og hafa Samtök vistheimilabarna boðað til fundar á föstudagskvöld til að ræða sáttaboðin.

Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður segist ekki geta tjáð sig um einstakar upphæðir en miðað við núgildandi lög verða einstaklingum greiddar allt að 6 milljónir í það heila, eða allt að 2 milljónir þegar fyrsta greiðsla af þremur fer fram hinn 1. apríl. ?Svo fremi að viðtakandi hafi sent vottaða samþykkt til baka en sáttaboðinu telst hafnað hafi samþykkt ekki borist innan 30 daga.?

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hægt sé að bera sáttaboðið undir úrskurðarnefnd ef viðtakandi er ósáttur við útreikninginn á bótaupphæðinni.

Meðferðarheimilið að Breiðuvík.

[Þessi frétt birtist upphaflega á Mbl.is í dag kl. 05.30. Endurbirt hér með leyfi.]


Mynd: Mbl.is/Ómar.

Texti: Mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is