Sara Sól


Sara Sól var skírð í Siglufjarðarkirkju fyrr í dag. Hún fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Vigdís Norðfjörð Guðmundsdóttir og Ragnar Már Hansson. Skírnarvottar voru Lára Norðfjörð Guðmundsdóttir og Kristín Pálsdóttir.

Ragnar Már og Vigdís með dóttur sína.

Þarna hafa guðmæður og afar hinnar nýskírðu bæst við.

Stórfjölskyldan og vinir.

Og hér er prinsessan ein og sér.

 

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is