Sannkallaður sumarauki


Ekki var hægt að kvarta undan veðrinu í Siglufirði í dag, svo mikið er
víst, og frekar erfitt að trúa því að nú væri kominn september.

Blíðan gerist vart meiri.

Eftirfarandi myndir lýsa þessu annars best.

Þessar stöllur voru á bekk sunnan við Stóra-Bola, í algjöru logni og sól.

Aðrir fengu sér hressingu á Hannes Boy Café.

Og enn aðrir kældu sig niður með ís á bensínstöðinni.

Steypubíllinn var mættur í Aðalgötuna.

Og bátar voru að koma úr róðri.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is