Samstarf um málefni fatlaðra


Í fyrradag var undirritaður á Siglufirði samningur tíu sveitarfélaga um byggðasamlag um málefni fatlaðra. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir: ?Nýi samstarfssamningurinn byggir á eldri samningum sem sveitarfélögin í Húnavatnssýslum, í Skagafirði og á Siglufirði hafa haft við ríkið um rekstur málefna fatlaðra allt frá árinu 1999. Frá og með áramótum er málaflokkurinn færður með lögum frá ríki til sveitarfélaga. Skylt er að sveitarfélög sem hafa færri en 8.000 íbúa myndi með sér samlag um reksturinn.? Fram kemur á vefsíðunni að nú nái samstarfið til allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, auk Bæjarhrepps á Vestfjörðum og Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar á Norðurladi eystra. ?Með þessu telur samstarfssvæðið 11.550 íbúa. Notendur þjónustunnar eru á annað hundrað,? segir þar aukinheldur.

Sjá upphaflega færslu hér.

Fulltrúar Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar, Skagafjarðar,

Blönduóss og Bæjarhrepps við undirritunina.

Mynd: Skagafjordur.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is