Samhugur


 

?Eins og flestum er kunnugt féll Grétar Guðfinnsson frá í febrúar á
síðastliðnu ári. Vegna aðstæðna hefur ekki verið hægt að fara í opinbera
söfnun handa börnum hans og eftirlifandi eiginkonu. Nú hafa velviljaðir
einstaklingar ákveðið að halda styrktartónleika á morgun, 26. maí, kl.
20.00, í Allanum á Siglufirði. Tónskólabörn ásamt tónlistarfólki úr
Fjallabyggð munu sjá um skemmtun kvöldsins.? Þetta segir í aðsendri tilkynningu frá þeim, sem að tónleikunum standa.

Og ennfremur:

?Okkur þætti vænt um ef þú sæir þér fært að styrkja þetta góða og þarfa málefni.

 

Styrktarreikningurinn er 1102-05-401268, undir kennitölu 120374-3389.

Með kærri kveðju og fyrirfram þökk til ykkar allra.?

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is