Sameining ólíkleg á næstu árum


Meirihluti bæjar- og sveitarstjórna sveitarfélaga í Eyjafirði hefur hafnað hugmynd bæjarráðs Akureyrarbæjar um að gerð verði könnun á því hvort fýsilegt sé að sameina sveitarfélögin í eitt. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segist virða þetta en segir jafnframt að ekki sé hægt að fullyrða hverjar afleiðingar sameiningar yrðu ef ekki sé hægt að ræða málið.

Afstaða nágrannasveitarfélaga Akureyrar var til umræðu á fundi bæjarráðs í gærmorgun. Þar var afstaða meirihluta þeirra hörmuð en forseta bæjarstjórnar var falið að ræða við forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar og Svalbarðsstrandarhrepps um möguleika á úrfærslu fýsileikakönnunar.

Rúv.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar.

Mynd: Rúv.is.
Texti: Rúv.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is