Sameiginleg árskort fyrir skíðasvæðin við Eyjafjörð?


Vikudagur.is sagði frá því í gær, að á síðasta fundi íþróttaráðs
Akureyrarbæjar hafi verið tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi
Eyjafjarðar, þar sem óskað var eftir því að Akureyrarbær yrði með í
sameiginlegu árskorti fyrir skíðasvæðin við Eyjafjörð, ásamt Dalvík,
Siglufirði og Ólafsfirði.

Sannarlega athyglisverð hugmynd.

Mun íþróttaráð hafa tekið vel í samvinnu við
önnur skíðasvæði á Eyjafjarðarsvæðinu og var framkvæmdastjóra
íþróttadeildar og forstöðumanni Hlíðarfjalls falið að ljúka málinu.

Upphaflega fréttin er hér.

Skarðsdalur í Siglufirði.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is


Texti: Vikudagur.is
| vikudagur@vikudagur.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is