Sambýlingur Gústa


Ágætu lesendur.

Eins og mörgum ykkar er kunnugt hef ég verið að safna heimildum um Gústa Guðsmann síðustu 15 árin og er að vinna að bók um hann. Ég fékk góð viðbrögð og ábendingar við fyrirspurn minni 16. desember síðastliðinn, varðandi miðana sem hann ritaði og dreifði til fólks. Mér datt því í hug að leita til ykkar aftur, því nú vantar mig upplýsingar um mann sem gisti í einhverjar vikur undir sama þaki og hann, í Ásgeirsbrakka syðri, að Snorragötu 19, líklega haustið eða byrjun vetrar 1950 eða 1951. Sá hét Fjölnir en guttarnir í suðurbænum kölluðu hann Langa-Jack. Hann var um tveggja metra hár og gekk jafnan um í síðum frakka. Gústi var í herbergi í norðurenda hússins, en hinn í suðurendanum.

Á meðfylgjandi ljósmynd, sem Steingrímur Kristinsson tók á sínum tíma, er Ásgeirsbrakki í miðjunni; fyrir ofan sést í Bein og hægra megin í svart lagerhús.

Ég hef rætt við nokkra sem muna eftir honum, en þætti vænt um að þið hefðuð samband við mig í síma (467-1263 og 899-0278) eða bréfleiðis, ef þið kynnuð að vita eitthvað meira. Þessi maður er æði merkilegur hluti af sögu Gústa. Netfang mitt er sae@sae.is.

Með fyrirfram þökk.

Sigurður Ægisson
Hvanneyrarbraut 45
580 Siglufirði

Mynd: Steingrímur Kristinsson | sk21@simnet.is. Í eigu Síldarminjasafns Íslands og birt með góðfúslegu leyfi.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is