Saman um jólin


Eins og greint var frá hér um miðjan desember komst lag Magnúsar G. Ólafssonar, skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar, við texta Inga Þórs Reyndal og sungið af Daníel Pétri Daníelssyni, í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2. Það nefnist Gleðileg jól.

Annað lag var sent héðan. Það er eftir Elías Þorvaldsson, við texta undirritaðs og sungið af Karlakórnum í Fjallabyggð. Það nefnist Saman um jólin. Nú hefur Jón Hrólfur Baldursson útbúið við það myndband sem hér fylgir.

Mynd: Skjáskot úr téðu myndbandi.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]