Saman gegn eldinum


Slökkviliðsstjórar fjögurra slökkviliða í Eyjafirði – Akureyrar, Grenivíkur, Dalvíkur og Fjallabyggðar – skrifuðu í dag undir samstarfssamning fyrir hönd sveitarfélaga sinna, sem byggir á gagnkvæmri aðstoð í útköllum. Þar segir m.a. að ef upp kemur það ástand vegna útkalls eða annarra lögbundina starfa slökkviliða getur sá slökkviliðsstjóri sem útkallið fær kallað til hvert það slökkvilið sem hann telur þörf á til að fást við verkefni sem í gangi er hverju sinni.

 

Útkallið tekur aðeins til þeirra tækja og mannafla sem slökkviliðsstjóri metur að mögulegt sé að leggja til. Skal leitast við takmarka útköll eins og kostur er og aðeins kalla út eftir að mat á aðstæðum á vástað hefur átt sér stað hverju sinni. Kostnaður vegna slíkra útkalla eru viðkomandi útkallsslökkviliði að kostnaðarlausu nema lengd útkalls fari yfir 4 tíma hverju sinni. Skulu þá slökkviliðsstjórar meta kostnaðinn og leggja fyrir viðkomandi stjórn brunamála í sveitarfélaginu til samþykktar, eins og segir í samningnum.

Sjá hér.

Samningurinn var undirritaður hjá Slökkviliði Akureyrar,

f.v. Sigurður
Jónsson Dalvík, Ámundi Gunnarsson Fjallabyggð,

Þorbjörn Haraldsson
Akureyri og Guðni Sigþórsson Grenivík.


[Fréttin birtist upphaflega á Vikudagur.is kl. 13.02 19. janúar 2011.]


Mynd og texti: Vikudagur.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is